Skip to content

Il Cinema Ritrovato

July 30, 2014

Um daginn fórum við Þórir á kvikmyndahátíðina Il Cinema Ritrovato í Bologna á Ítalíu, sem er árleg átta daga hátíð gamalla endurgerðra ­kvikmynda. Bransahátíð hjá Þóri og hann hefur farið áður, en ég að fara í fyrsta sinn og sannarlega ekki síðasta. Skrifaði grein um hátíðina fyrir Kjarnann sem birtist í síðustu útgáfu: „Veisla fyrir þá sem vilja dvelja í fortíð“, en eins og við vitum þá er lykillinn að framtíðinni þekking, varðveisla og miðlun á fortíðinni:

Smelltu hér til að lesa greinina í Kjarnanum

Dagskrá hátíðarinnar samanstóð af 360 myndum, sú elsta frá 1896, en ég hef tekið eftir að þeirri mynd hefur verið dreift um samfélagsmiðla (í styttri útgáfu með talsetningu) vegna hræðilega ástandsins á Gaza. Myndin heitir Reise durch Palästine og er 9 mínútna mynd eftir Alexandre Promio framleidd af Lumiére. Myndin var sýnd á hátíðinni með fleiri myndum frá Ottoman tímabilinu og sýnir daglegt líf í Palestínu á þessum tíma og hvernig trúarhóparnir lifðu saman í sátt og samlyndi. Nýuppgerð 35mm filma í eigu British Film Institut en þessi hátíð gengur öðrum þræði út á að sýna uppgerðar filmur, sem eru ótrúlegar heimildir, ekki bara frá kvikmyndasögu sjónarmiði.

Ég náði að sjá 63 myndir og hefði viljað sjá ennþá fleiri myndir. Þetta voru allt frá 5 mínútna stuttmyndum í nokkrar þriggja tíma pólskar nýbylgjumyndir. Erfitt að segja hvað stóð uppúr en ef ég ætti að velja eina upplifun myndi ég velja The Color of Pomegranates, armensk mynd leikstýrt af Sergej Paradzanov frá 1966.

Átta daga hátíð í félagsskap klassískra kvikmyndaperla og gúrúa, ítalsks kaffi og íss, pasta og rauðvíns. Ekki hægt að biðja um meira.  Og Chaplin dúkkaði upp á ólíklegustu stöðum í Bologna.

chaplinBologna_small

chaplin

kaffi

vel

Ritrovato4_Kjarninn

Ritrovato2_Kjarninn

Ritrovato3_Kjarninn

Ritrovato1_Kjarninn

Pasolini

No comments yet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: