Skip to content

22 dagar á Íslandi, 22 laugar

March 14, 2015

Ég var í heimsókn á Íslandi og fór í 22 mismunandi laugar þessa 22 daga sem ég var á Íslandi.

Ónefndur blaðamaður á ónefndu blaði ((35))spurði: hvernig kom þetta til?
Ég er búin að búa erlendis í 12 ár. Það sem ég sakna mest frá Íslandi, fyrir utan fjölskyldu og vina, er heita vatnið. Heita vatnið á Íslandi eru gríðarlega mikil lífsgæði sem maður áttar sig betur á búandi erlendis þar sem vatn er af skornum skammti. Þegar ég kem til Íslands reyni ég að vera eins mikið í heitu vatni og hægt er – en ég er gamall sundlaugavörður og kajakleiðsögumaður, og vann lengi í fiski þar sem var svo helvíti kalt og blautt, og því gott að fara í pottinn eftir langan dag við færibandið.
Mér finnst ég líka ná góðri tengingu við raunveruleikann á Íslandi í pottaspjallinu – ásamt bryggjurúntunum með pabba og því að sitja aftarlega í strætó hlustandi á unglingana spjalla.
Í Berlín eru fínar sundlaugar en vatnið er heldur kalt fyrir minn smekk. Heitir pottar og gufur eru lúxus og leyfi ég mér það stöku sinnum, en það tók sinn tíma að venjast því að vera allsber í gufunum og pottunum eins og lenskan er í gamla austur Þýskalandi. Á sumrin syndi ég í Ólympíulauginni frá 1936, hún er glæsileg.
Það er sérstaklega gott að vera í heitu vatni í vondu veðri og það var sko nóg af því í þessari heimsókn. Ég ákvað eftir nokkrar sundferðir að prófa bæði nýjar laugar, eins og Álftaneslaugina og Lágafellslaugina, og laugar sem ég hafði ekki farið í lengi, sem endaði með því að ég fór í 22 laugar á 22 dögum – og á nóg eftir fyrir næstu heimsókn.

Og hver er svo besta laugin?
Allar hafa laugarnar það sem þarf: heitt vatn. Og hver laug hefur sinn sjarma. Fallegasta laugin er að mínu mati Laugaskarð í Hveragerði og hveragufan frábær. Best þykir mér að synda í Kópavogslauginni og þar er allt til fyrirmyndar. Mér þykir mjög vænt um Sundhöllina í Hafnarfirði og yndæla starfsfólkið þar, og það verður ekki vinalegra en í pottinum á Stokkseyri þar sem boðið er uppá kaffi með spjallinu. Nauthólsvíkin er algjör paradís fyrir sjósundið.

Ég synti að meðaltali 500m hvert skipti. Prófaði flesta pottana, eimböðin og gufurnar.

Smellti snöggri mynd af hverri laug á símann með leyfi sundlaugavarða þegar færi gafst.

1. Vesturbæjarlaug, Reykjavík
Grenjandi rigning og rok.
Klassík
1Vesturbæjarlaug

2. Kópavogslaug
-2 gráður, logn.
Allt til fyrirmyndar og 50m laug.
2Kopavogslaug

3. Seltjarnarneslaug
-2 gráður, rok.
3Seltjarnarneslaug

4. Lágafellslaug, Mosfellsbæ
-5 gráður, brainfreeze í +42 gráðum.
Kom skemmtilega á óvart.
4Lágafellslaug

5. Varmárlaug, Mosfellsbæ
Stormur. Varúð.
5Varmarlaug

6. Suðurbæjarlaug, Hafnarfirði
-3 gráður, logn.
Sveppurinn fer í gang. Epic.
6Suðurbæjarlaug

7. Sundlaug Þorlákshafnar
-1 gráða, bylur.
-1 gráða, logn og blíða.
Eina laugin sem ég fór í tvisvar (fór tvisvar í sund einn daginn þannig að þetta voru 23 skipti á 22 dögum).
7SundlaugÞorlakshafnar
7SunlaugÞorlakshafnar2

8. Salalaug, Kópavogi
-3 gráður, bylur.
8Salalaugin

9. Sundhöll Hafnarfjarðar
-3 gráður, logn.
Þykir vænt um þessa fallegu laug við höfnina og yndæla starfsfólkið.
9SundhöllHafnarfjarðar

9SundhöllHafnarfjarðar1

10. Sundhöll Selfoss
-2 gráður, logn og sól.
Verður ennþá betri eftir endurbætur á búningsklefum sem verið er að vinna í.
10SundhöllSelfoss

11. Sundlaugin á Stokkseyri
Þykir sérstaklega vænt um þessa laug því gestum er boðið uppá kaffi í pottinn og þarna var ég sundlaugarvörður samhliða leiðsögumannastarfi á kajakleigunni við laugina. Menningarverstöðin Hólmaröst í bakgrunni sem spilaði stórt hlutverk í fjölskyldusögunni.
11SundlauginStokkseyri

12. Kjarnalundur, Hveragerði
-5 gráður, sterk norðanátt.
Víxlbaðið er frábært.
12Kjarnalundur

13. Laugaskarð, Hveragerði
Mjög kalt og hvasst.
Gríðarlega falleg laug og hveragufan góð.
13Laugaskarð

14. Reykjadalur
-6 gráður, norðangola.
Algjörlega frábært að rölta uppeftir dalnum og skella sér í 45 gráðu lækinn.
Víðir bróðir fór með mér og tók þessa mynd.
14Reykjadalur

15. Álftaneslaug
-1 gráða, gola.
Fínasta góðærislaug.
15Alftaneslaug

16. Breiðholtslaug, Reykjavík
Bara brjálað rok, slydda og flughált.
Pottaspjallið sagði gamla fólkið halda sig heima í svona veðri, þess vegna væri svo fátt í lauginni þennan föstudagsmorgun.
16Breiðholtslaug

17. Laugardalslaug, Reykjavík
0 gráður, slydda.
Kvöldsund og fullt af fólki. Saltaði potturinn bilaður því miður.
Útimyndin misheppnaðist vegna veðurs, en smellti líka af innilauginni sem ég hafði ekki séð áður.
17Laugardalslaug

18. Ásgarðslaug, Garðabæ
0 gráður, haglél og sól til skiptis.
Sundlaugavörðurinn sagði laugina hafa fengið falleinkun í einhverri nýlegri úttekt. Mér fannst laugin fín.
18Asgarðslaug

19. Grafarvogslaug, Reykjavík
-2 gráður, logn.
Búningsklefinn mjög þægilegur.
19Grafarvogslaug

20. Sundhöll Reykjavíkur
Bara bullandi stormur, bylur. Brainfreeze í pottinum.
20SundhöllReykjavikur

20SundhöllReykjavikur2

21. Árbæjarlaug, Reykjavík
-1 gráða, sól og haglél til skiptis.
Sennilega besta útsýnið af Reykjavíkurlaugum.
21Arbæjarlaug

22. Nauthólsvík, Reykjavík
Sól og haglél til skiptis í frostinu.
Sjóðandi heitur potturinn og ískaldur sjórinn.
Sannarlega Reykjavíkur paradísin. Mitt uppáhald í Reykjavík.

22Nautholsvik2

22Nautholsvik1

4 Comments leave one →
 1. Inga Björnsdottir permalink
  March 18, 2015 12:26

  Mjög skemmtileg og fróðleg samantekt. Fullt af laugum þarna sem ég á eftir að prófa 🙂

 2. May 6, 2015 00:05

  Við förum yfir þær allar aftur í sumar 🙂

 3. Linda Bára permalink
  October 13, 2015 22:29

  Sæl Júlía, Linda Bára heiti ég. Er hægt að vera í sambandi við þig varðandi göngutúr með leiðsögn fyrir 14 einstaklinga föstudagsmorgun 13. nóv. nk. Netfangið mitt er lindabl@landspitali.is.

  K.kv. linda bára

  • October 14, 2015 06:30

   Sæl Linda Bára, takk fyrir fyrirspurnina. Var að senda þér póst. Bestu kveðjur, Júlía

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: